Hamfarir: Hvað?

Hvað er verið að segja í flutningi ÓG? Það er enginn "Hamfarakvíði" hjá Íslensku þjóðinni. Hamfarakvíðaþörfin er öll hjá fjölmiðlum, RÚV fréttastofu, Kastljósi, MBL, og öðrum. Sóttvarnalæknir stendur vaktin á mjög ábyrgann hátt og hvetur til styllingar. Það er ekkert að óttast. Það er haldinn neyðarfundur vegna þess að 33 Tyrknenskir hermenn féllu. Við hverju er að búast í hernaði. Ef það á að fara að elta dutlunga og þarfir fjölmiðla til að selja sig þá vil ég ekki hlusta á það. Ég tel þó að best sé að halda ró sinni, halda áfram með líf sitt og gera það sem hugurinn þarfnast. Gefum fugunum og verum til friðs.


mbl.is Hamfarakvíði leggst á íslensku þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Nei, það er verið að búa til hamfarakvíða. Það er alveg spurning hvort ekki sé ástæða til að setja þá fjölmiðlamenn í varðhald sem eru að efna til múgæsingar en lítið virðist þurfa til að valda öngþveiti. Þá eru einhverjir þingmenn. bæði núverandi og fyrrverandi sem ganga berseksgang í þessum efnum og ber vott um hvers kyns mannvitsbrekkur sækja í þann vinnustað. Yfirgengileg viðbrögð þó nokkurra aðila eru farin að skaða svo mikið að skaðsemi veirunnar bliknar í samanburði. Þetta er farið að minna á sögur af lækningum á lekanda hér áður fyrr. Meðalið, arsenik sem notað var læknaði sjúkdóminn víst fullkomlega en lyfið olli þeirri smávægilegu aukaverkun að það drap sjúklinginn undantekningarlaust. Áður en fólk hvetur til þeirrar múgæsingar sem nú er komin af stað ætti þetta sama fólk að kynna sér tölfræði yfir aðra sjúkdóma og annað sem drepur fólk reglulega. Þá væri ekki úr vegi fyrir hina sömu að setja þetta upp í smá hluttfallsreikning. Fréttamenn þurfa að kunna að hemja sig og gæta þess að poppa frásagnir ekki upp í einhverja spennutrylla.

Örn Gunnlaugsson, 28.2.2020 kl. 10:39

2 identicon

Frjálsir fjölmiðlar á samkeppnismarkaði lenda alltaf í því að fara selja fréttir en ekki segja fréttir.

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.2.2020 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Freysteinn Guðmundur Jónsson

Höfundur

Freysteinn Guðmundur Jónsson
Freysteinn Guðmundur Jónsson
Íslenskur Jarðarbúi.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband