Spursmál

Stjórnandi Spursmála í viðtali við Höllu Hrund er óhæfur stjórnandi. Hann spyr en viðmælandi fær ekki að svara. Gjammið í honum er óþolandi og viðmælandi fær ekki tækifæri til að svara einni einustu spurningu. Viljayfirlýsingar hafa verið gerðar í áratugi í ferðum viðskiftamanna til Kína, Filipseyja, Chile, Japans og USA og það eru bara yfirlýsingar um hugsanlegt samtarf í jarðhitaverkefnum, CO2 verkefnum og Norðurslóða samstarfi. Hvað er að stjórnanda Spursmála að hamra á sama efninu sem engu máli skiptir fyrir kjósendur. Eitthvað sem hann hann þarf að skoða hjá sér.

 


mbl.is Ráðuneytið kannast ekki við samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll vertu Freysteinn.

Ég er þér algjörlega ósammála hvað álit þitt á Stefáni E. Stefánssyni spyrils Spursmála hér á mbl.is. Hann er að mínu mati líklega eini fréttamaðurinn hér á skerinu sem gengur á eftir svörum viðmælenda sinna, líkt og bæði Katrín og Baldur máttu reyna á undan henni Höllu.

Varðandi þetta dæmi sem þú tiltekur um frekju hans við kröfu um svör, þá má lesa eftirfarandi á mbl.is í dag:

Í viðtal­inu sagði Halla Hrund að sam­ráð henn­ar við stjórn­völd hér á landi hefði verið í gegn­um ut­an­rík­is­ráðuneytið og þá í gegn­um sendi­ráð Íslands í Washingt­on, sem einnig fer með sam­skipti Íslands við Arg­entínu.

Svar ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins

Svar sendi­ráðsins fer hér á eft­ir:

„Fund­ur orku­mála­stjóra með ut­an­rík­is­ráðherra Arg­entínu á síðasta ári var ekki á veg­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Ráðuneytið vissi hvorki af fund­in­um né hafði aðkomu að því sem fram fór á hon­um. Við nán­ari eft­ir­grennsl­an, eft­ir fund­inn, kom í ljós að Orku­stofn­un hafði verið í sam­skipt­um við starfs­fólk sendi­ráðs Íslands í Washingt­on vegna vega­bréfs­árit­ana og sent þeim af­rit af dag­skrá ferðar­inn­ar þegar hún var til­bú­in ör­fá­um dög­um áður.“

Í viðtal­inu ít­rek­ar Halla Hrund að hún hafi upp­lýst sendi­ráðið og að ræðismaður Íslands í Arg­entínu hafi setið með henni fundi varðandi vilja­yf­ir­lýs­ing­una.

Jónatan Karlsson, 5.5.2024 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Freysteinn Guðmundur Jónsson

Höfundur

Freysteinn Guðmundur Jónsson
Freysteinn Guðmundur Jónsson
Íslenskur Jarðarbúi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 17424

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband