Umskurður

Það er mjög ótímabært fyrir Alþingi að samþykkja frumvarp um "Umskurð drengja" eins og það er sett fram, mjög sennilega að óhugsuðu máli. Bara að ganga í skrokk á einhverju með lagasetningu. Það eru þrjár aðferðir við umskurð og sú athöfn tengist ekki bara Gyðingum og þeirra trú, heldur er þetta val hjá foreldrum, Kristinna, Islam, Gyðinga, margra hópa trúaðra sem og trúaðra út um alla heim. Á nokkrum áratugum hefur umskurður drengja í USA minnkað úr 64,5% í 58,3% árið 2010. Þannig að yfir helmingur drengja (karla) erum umskornir í USA í dag. Umræðan um þetta er öll á skjön við veruleikann, hefðir og trú. Bönn hafa aldrei náð tilgangi sínum. Bann við fóstureyðingum, áfengisbann, bjórbann eru dæmi um það að fólk bjargar sér. Eigum við að banna framhjáhald, siðferðisbresti, spillingu stjórnmálamann sem og annara? Það gengur sennilega ekki. Upplýst þjóð er það sem þarf. Upplýsa þjóðina hvaða afleiðingar umskurður hefur, hvaða afleiðingar framhjáhald hefur, hvaða afleiðingar spilling hefur. Það er af nægu að taka. Ég er ekki ánægður með þetta frumvarp. Ég er heldur ekki boðberi umskurðar.

Byggjum samfélagið á sterkri samstöðu og ígrunduðum markmiðum.


mbl.is Munur á að taka forhúðina eða tána?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"heldur er þetta val hjá foreldrum, Kristinna, Islam, Gyðinga" En hvað val barnsins???

Svo kemur þú inná nokkra punkta sem flestar koma málinu ekkert við.

  Áfengisbann: Engin er neyddur til að drekka áfengi.

  Framhjáhald : Báðir aðilar eru samþykkir, engin nauðung þar.

  Spilling : Glæpur

  Siðferðisbrestur : "Sjúkdómur"

  Fóstureyðingar : Hugsanlega eina góða samlíkingin en hefur verið margrædd á þingi og það eru lög til varðandi fóstureyðingar.

Óþarfa umskurð á að banna með öllu.

Skoðaðu þetta myndband og segðu hvort þér þyki þetta eðlilegt?

Þarna er umskurður framkvæmdur við bestu aðstæður af lækni...

https://www.youtube.com/watch?v=MDuDhkiDdns&has_verified=1

Snorri (IP-tala skráð) 1.3.2018 kl. 15:45

2 identicon

Óafturkræf og ónauðsynleg skurðaraðgerð á manneskju sem hefur ekkert um málið að segja er ekki boðlegt.

Hilmar (IP-tala skráð) 1.3.2018 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Freysteinn Guðmundur Jónsson

Höfundur

Freysteinn Guðmundur Jónsson
Freysteinn Guðmundur Jónsson
Íslenskur Jarðarbúi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband